Um okkur


Vúlkan er lítil vefverslun með stóra drauma. Verslunin var stofnuð árið 2017 í þeim tilgangi að skera upp herör gegn bragðlausum mat og gefa chilliþyrstum ofurhugum Íslands eitthvað til að gleðjast yfir.

Verslunin stefnir á að bjóða upp á fjölbreytt úrval sterkra sósa ásamt smáræði af heitu snakki og sælgæti.

Nokkrar af mest seldu vörum Vúlkan má nálgast í Melabúðinni, Hagamel.

Ef þú hefur áhuga á sérstökum vörum sem ekki eru til sölu í versluninni, þá er tilvalið að hafa samband í tölvupósti og sjá hvort ekki sé hægt að greiða úr þeim vanda!


Ef þig vantar vörur í miklu magni, hafðu þá samband á vulkanverslun@gmail.com eða í síma 770-7371.