UM VERSLUNINA

Vúlkan er lítil vefverslun með stóra drauma. Verslunin var stofnuð árið 2017 í þeim tilgangi að skera upp herör gegn bragðlausum mat og gefa chilliþyrstum ofurhugum Íslands eitthvað til að gleðjast yfir.

Verslunin stefnir á að bjóða upp á fjölbreytt úrval sterkra sósa ásamt smáræði af heitu snakki og sælgæti.

AFHENDING

Boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu af öllum pöntunum yfir 4.000 kr. Allar aðrar sendingar eru sendar með Íslandspósti. Vinsamlegast athugið að ef að pöntuð er heimsending fyrir utan höfuðborgarsvæðið, þá bætist við kostnaður samkvæmt verðskrá Póstsins (740 kr. nema um mjög stóra sendingu sé að ræða).

Einnig er í boði að sækja vörurnar beint á lager verslunarinnar í vesturbæ Reykjavíkur. Vinsamlegast hafið samband á vulkanverslun@gmail.com ef þið viljið nýta ykkur þann möguleika.

Pantanir eru afgreiddar í síðasta lagi næsta virka dag eftir að þær berast.
GREIÐSLULEIÐIR

Millifærsla

Ef greitt er með millifærslu, fer sendingin af stað strax og greiðsla berst. Hægt er að flýta ferlinu með því að senda greiðslukvittun á vulkanverslun@gmail.com.

Pei

Með Pei er hægt að velja á milli þess að fá senda kröfu í heimabanka, eða greiða með kreditkorti.

VULKAN

vulkanverslun@gmail.com

770-7371

KT: 061087-2309
RN: 0137-05-061271